viðar hreinsson hlýtur tilnefningu til íslensku bókmennta-verðlaunanna

Fyrr í dag var tilkynnt um tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna árið 2016. Jón lærði og náttúrur náttúrunnar hlaut tilnefningu í flokknum bækur almenns eðlis. Erum við í Lesstofunni ákaflega stolt og ánægð með þessar fréttir og óskum höfundi okkar, Viðari Hreinssyni, innilega til hamingju með tilnefninguna. Hann á hana svo sannarlega skilið eftir áralanga rannsóknarvinnu.

íslensku bókmenntaverðlaunin

Egill Viðarsson, sonur Viðars, tekur við viðurkenningunni

íslensku bókmenntaverðlaunin

Bækurnar sem voru tilnefndar

lesstofan

Við og Egill