Kæru vinir, við óskum ykkur gleðilegrar hátíðar og farsældar á nýju ári. Við þökkum fyrir árið sem er að líða sem hefur verið, ykkur að segja, það besta frá stofnun Lesstofunnar. Og við getum fullyrt að 2017 verður ekki síðra. Við hlökkum til að deila með ykkur þeim verkefnum sem eru á prjónunum.
Það sem stóð upp úr á árinu er vafalaust útgáfa á stórvirki Viðars Hreinssonar Jón lærði og náttúrur náttúrunnar. Til að mæta metnaði Viðars gerðum við allt hvað við gátum til að gera útgáfuna sem glæsilegasta. Við fengum til liðs við okkur fagfólk á hverju sviði, allt frá prófarkalestri til hönnunar. Þökkum við hópnum, vinum Jóns, kærlega fyrir samstarfið. Við munum minnast ársins 2016 með mikilli hlýju og þakklæti.
Lesstofan
