myndir frá sýningaropnun og útgáfufögnuði runes

Síðastliðinn laugardag fögnuðum við útgáfu bókarinnar Runes: The Icelandic Book of Fuþark, sem kemur út undir merkjum The Icelandic Magic Company, útgáfuheiti Lesstofunnar, og opnun samnefndrar sýningar í Safnahúsinu á Hverfisgötu. Menningarvefur RÚV fjallaði um sýninguna og tók viðtal við hönnuð bókarinnar, Sigga Odds.

Við erum ótrúlega ánægð og stolt af bókinni og samstarfinu við Sigga og Teresu en hún skrifaði texta bókarinnar sem er í senn aðgengilegur og fræðilegur.

Við þökkum góðar viðtökur!

Myndir: Þorsteinn Surmeli | surmelism.com