Brimhólar

Brimhólar er önnur skáldsaga Guðna Elíssonar og í henni er sleginn nýr tónn í íslenskum bókmenntum. Í þessari áhrifaríku ástarsögu segir frá íslenskum strák og pólskri stelpu sem kynnast í litlu þorpi úti á landi. Pilturinn er gestur í plássinu en stúlkuna dreymir um að snúa aftur til heimalandsins. Þau ákveða að hittast einu sinni í viku í sandhólunum á ströndinni og lesa saman bækur. Yfir öllu ríkir kuldinn í íslenskri náttúru og hitinn sem finna má í pólskri ljóðlist.

Brimhólar snýst um þjóðirnar tvær sem búa í þessu landi, en undir niðri eru ýmis áleitin samtímamálefni eins og staða innflytjenda og ekki síst þeirra íslensku kvenna sem eru af erlendu bergi brotnar. Guðni Elísson er höfundur Ljósgildrunnar sem tilnefnd var til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2021. Hann er prófessor í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands og stofnandi loftslagsverkefnisins Earth101.

Upplýsingar um útgáfu:
Útgáfa: 1. útgáfa
Form: Innbundin
Síðufjöldi: 136
ISBN: 978-9935-9345-4-3

Útgáfudagur: 7. nóvember 2022