Ferðin til stjarnanna

Miðaldra framhaldsskólakennarinn Ingi Vítalín er numinn brott af framandi verum. Í föruneyti þeirra ferðast hann um víðáttur geimsins og fylgist með lífi á öðrum hnöttum á leið sinni til plánetunnar Laí. Á ferðalagi sínu kynnist hann ástinni og horfist í augu vid vankanta mannkynsins. Ferðin til stjarnanna eftir Kristmann Guðmundsson kom fyrst út árið 1959 og er ein fyrsta íslenska vísindaskáldsagan. Ármann Jakobsson skrifar formála.

„Mér er allsendis ókunnugt um hver höfundurinn er og þykir það galli að hann skyldi kjósa að dyljast. Hvers vegna ætti maður með slíkt hugmyndaflug og skáldskapargáfu að óttast neitt? Vegna þess áhuga sem ég hefi fyrir geimferðum sem styðjast við raunveruleikann og eru í rauninni þreifari hálfblinds og einangraðs mannkyns út í ókunna víðáttu alheimsins, þá var mér ekki forvitnislaust að lesa þessa bók og kynna mér „ferðina til stjarnanna.““

Gísli Halldórsson / Morgunblaðið, 24.03.1958

„Það er nú upplýst, að höfundur þessarar nýtízkulegu skáldsögu er Kristmann Guðmundsson rithöfundur. Enda verður lítt fundinn viðvaningsbragur á verkinu.“

J.Ó.P. Íslendingur, 22.05.1959

Upplýsingar um útgáfu:
Útgáfa: 2. útgáfa
Form: Kilja
Síðufjöldi: 256
ISBN: 978-9935-9089-4-0
Útgáfudagur: 5. desember 2012